Ólafur Björn Gunnlaugsson og Florida Southern Mocs lögðu í gærkvöldi Lynn University í bandaríska háskólaboltanum, 74-72.
Það sem af er tímabili hafa Mocs unnið fjóra leiki og tapað fimm.
Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ólafur 9 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta.
Næsti leikur Mocs er þann 15. desember gegn Clayton State.
