Russell Westbrook setti 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðendingar í nótt þegar Oklahoma City Thunder tók 3-2 forystu gegn San Antonio Spurs í undanúrslitum vesturstrandar NBA í nótt.
Oklahoma þarf því aðeins einn sigur í viðbót til þess að komast í úrslit þar sem líklegustu andstæðingar þeirra verð Golden State Warriors sem leiða 3-1 gegn Portland þessa stundina.
Kawhi Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs í nótt með 26 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en tæplega 19.000 manns fylgdust með viðureign liðanna í AT&T Center í San Antonio í nótt.
Þá er Miami komið í úrslit austurstrandar eftir 4-0 sigur á Atlanta en staðan í undanúrlistum hjá Miami og Toronto er 2-2.
Viðureign Spurs og OKC í „Phantom-útgáfu“