Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. LA Clippers tóku þá á móti Oklahoma City Thunder í Staples Center og máttu sætta sig við sigur gestaliðsins. Þá tapaði Boston á útivelli þegar liðið fór í heimsókn til Cleveland Cavaliers.
LA Clippers 97-109 Oklahoma
Kevin Durant var seigur með 32 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í liði Oklahoma. Hjá Clippers var Blake Griffin með 31 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Chris Paul lék ekki með Clippers í leiknum en hann er enn að glíma við smávægileg hnémeiðsli.
Cleveland 95-90 Boston
Kyrie Irving fór hamförum gegn Boston og lét 40 stigum rigna yfir gestina. Þá var Irving einnig með 3 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Boston var Rajon Rondo að gæla við þrennuna með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.
Tilþrif næturinnar
Úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
BOS
90
CLE
95
27 | 26 | 20 | 17 |
|
|
|
|
31 | 23 | 16 | 25 |
90 |
95 |
BOS | CLE | |||
---|---|---|---|---|
P | Rondo | 17 | Irving | 40 |
R | Rondo | 13 | Zeller | 10 |
A | Rondo | 8 | Walton | 7 |