Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao gerðu sér lítið fyrir og lögðu stórlið Real Madrid í ACB deildinni á Spáni í dag, 83-79.
Tryggvi lék tæpar 17 mínútur í leiknum og skilaði á þeim þremur stigum, þremur fráköstum, tveimur stoðsendingum, stolnum bolta og þremur vörðum skotum, en þrátt fyrir að Bilbao hafi unnið leikinn með aðeins þremur stigum var liðið +15 þær mínútur sem Tryggvi var inná.
Deildin á Spáni nokkuð nýlega farin af stað, en Bilbao er í 3.-6. sæti deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar með tvo sigra og eitt tap líkt og Manresa, Andorra og Tenerife.