spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖflugur í nauðsynlegum sigurleik Maroussi

Öflugur í nauðsynlegum sigurleik Maroussi

Elvar Már Friðriksson og Maroussi lögðu Aris Midea í umspili um áframhaldandi sæti í grísku úrvalsdeildinni í dag, 91-68.

Á tæpum 28 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 21 stigi, 4 fráköstum, 6 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þá var hann einnig gífurlega skilvirkur í leiknum, með 10 fiskaðar villur, aðeins 2 tapaða bolta og 35 framlagsstig.

Þrátt fyrir sigurinn er Maroussi enn í neðsta sæti deildarinnar og þurfa að ná í úrslit í síðustu þremur leikjum sínum ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -