Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap gegn Real Madrid í EuroLeague, 69-80.
Martin lék rúmar 27 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 8 stigum, frákasti, 8 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur í liði Alba Berlin í leiknum.
Eftir leikinn eru Martin og félagar í 18. sæti deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu átján umferðunum.