Miðherjinn Greg Oden sýndi sínu heimafólki hvað framtíðin gæti borið í skauti sér þegar hann átti aðra góða innkomu af bekknum í stórsigri Portland Trailblazers á Chicago Bulls í nótt, 116-74.
Oden var með 11 stig, 10 fráköst og 3 varin skot á rúmlega 17 mínútum, en þetta var í þriðja skiptið í fjórum leikjum sem hann nær 10 eða fleiri stigum og fráköstum. Blazers voru með föst tök á leiknum allan tímann og voru m.a. með 30 stiga forskot strax í hálfleik. Brandon Roy var stigahæstur heimamanna með 20 stig, en Andres Nocioni leiddi Chicago með 13 stig.
Úrslit næturinnar fylgja hér að neðan:
Washington 87
Atlanta 91
Toronto 101
Miami 95
Cleveland 89
Detroit 96
Philadelphia 96
Minnesota 102
LA Clippers 108
Oklahoma City 88
Sacramento 105
New Orleans 96
Dallas 96
Houston 86
Denver 91
San Antonio 81
Tölfræði leikjanna: http://www.nba.com/games/20081119/scoreboard.html
ÞJ