Oddur Ólafsson verður ekki með Valsmönnum í 1. deild karla á næstu leiktíð. Oddur og Valsmenn féllu úr Domino´s deildinni á nýafstöðnu tímabili en Oddur var með 9,4 stig, 3 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Valsmönnum.
Í örstuttu spjalli við Karfan.is kvaðst Oddur stefna að því að leika áfram í Domino´s deild karla en ennþá væri ekkert orðið meitlað í stein. Oddur kom til Valsmanna eftir nám í Bandaríkjunum en er nú á höttunum eftir nýju liði.