spot_img

Oddur Rúnar til Vals

 

Oddur Rúnar Kristjánsson skotbakvörður, hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Oddur Rúnar lék síðastu tímabil með Njarðvíkingum en hefur leikið áður með Grindavík, ÍR og Stjörnunni  í Dominos deildinni. Þetta tilkynnti Valur fyrr í dag.

 

Ljóst var að Oddur væri á leið frá Njarðvík og myndi leika á höfuðborgarsvæðinu. Um komuna til Vals segir Oddur: “Líst rosalega vel á það. Aðstaðan til fyrirmyndar. Samheldinn og flottur hópur hérna og þekki vel til strákanna. Held að leikstíllinn sem Gústi vill spila henti mér vel, hátt og gott tempo .” 

 

Ágúst Björgvinsson hafði þetta að segja um Odd: “Oddur er virkilega góð viðbót við liðið okkar sem við erum búnir að byggja upp síðustu tímabilum. Það verður spennandi fyrir okkur að fá Odd til okkar hann gríðarlega öflugur leikmaður sem ég tel að eigi eftir að geta sprungið út í því umhverfi sem er hér á Hlíðarenda.” 

 

Oddur er annar leikmaðurinn sem kemur frá Njarðvík til Vals í sumar en Ragnar Nathanealsson samdi við liðið fyrir nokkrum vikum. Valur endaði í 10. sæti Dominos deildarinnar sem nýliðar en ætla sér greinilega að bæta í fyrir komandi leiktíð.

 

Meðfylgjandi eru myndir teknar í Origo höllinni á Hlíðarenda í dag af þeim Oddi Rúnar og Ágústi.  

Fréttir
- Auglýsing -