8:27
{mosimage}
BC Boncourt lið Helga Más Magnússonar þarf oddaleik til að skera úr um hvort að liðið komist í undanúrslitin í Sviss. Helgi Már skoraði 7 stig og tók 4 fráköst.
Það þarf oddaleik hjá BC Boncourt og BBC Monthey til að fá útúr því skorið hvort liðið kemst í undanúrslit gegn Fribourg sem hafa verið langbesta liðið í svissnesku deildinni í vetur.
Leikurinn fór 78-55 fyrir BBC Monthey en þeir leiddu í hálfleik 47-26. Sveiflurnar í leikjunum eru gríðarlegar, Helgi og félagar sigruðu BBC Monthey auðveldlega á heimavelli á fimmtudaginn og svo steinliggja þeir á útivelli.
Fimmti og síðasti leikurinn fer fram á miðvikudag og þá kemur í ljós hvort liðið kemst áfram.
Mynd: Roger Meier