Einn leikur fer fram í átta liða úrslitum fyrstu deildar karla í kvöld.
Þór tekur á móti Skallagrími kl. 19:15 í Höllinni á Akureyri. Staðan fyrir leik kvöldsins er 2-2 og er því um oddaleik að ræða í kvöld. Sigurvegari kvöldsins mun svo mæta ÍR í undanúrslitum deildarinnar.
Leikur dagsins
Fyrsta deild karla – 8 liða úrslit
Þór Akureyri Skallagrímur – kl. 19:15