Friðrik Ingi Rúnarsson sagði núna rétt áðan í viðtali við Karfan.is að hann væri hættur í þjálfun körfubolta eftir áratugi með spjaldið í hönd en hann hefur verið viðriðin þjálfun á körfuboltaliðum frá því hann var 18 ára gamall. Hann segist þó ætla að koma að körfubolta á einhvern hátt síðar. Ítarlegt viðtal við Friðrik Inga er að vænta hér á Karfan.is.