spot_img
HomeFréttirNýr þjálfari til BC Aarhus

Nýr þjálfari til BC Aarhus

Peter Hoffmann hefur verið ráðinn nýr aðalþjálfari BC Aarhus og mun ásamt Michael Niebling mynda það teymi sem á að koma BC Aarhus í úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni. Það þýðir að samstarfinu við Arnar Guðjónsson og Allan Foss er lokið.
 
 
Arnar og Allan hafa starfað fyrir félagið síðustu 4 ár, fyrst í Aabyhoej og svo BC Aarhus. Sú samvinna hefur gengið vel en stjórn og þjálfarar hafa í jólafríinu orðið sammála um að það væri jákvætt fyrir liðið að skipta um andrúmsloft og fá eitthvað nýtt inn sem getur fært liðið á hærri stall segir í fréttatilkynningu hjá félaginu.
 
Í tilkynningunni segir ennfremur:
 
Við erum sannfærðir um að Peter Hoffmann og Michael Niebling eru réttu mennirnir til að koma liðinu í úrslitakeppni og innleiða þau gildi sem BC Aarhus vill standa fyrir. Peter Hoffmannn er fyrrverandi landsliðsþjálfari og hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Evrópu og Danmörku og leiddi m.a. Horsens IC til meistaratitils í Danmörku. Peter Hoffmann tekur strax við og mun stýra liðinu í mikilvægum útileik gegn Værlöse 6. janúar. Peter Hoffmann er ráðinn til tveggja ára.
 
BC Arhus er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 5 sigra og 11 tapleiki en með liðinu leika Íslendingarnir Arnar Freyr Jónsson og Guðni Heiðar Valentínusson. 
Fréttir
- Auglýsing -