spot_img
HomeFréttirNymburk steinlágu gegn CSKA

Nymburk steinlágu gegn CSKA

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Nymburk héldu til Moskvu í gær og léku við CSKA í VTB deildinni, en bæði lið eru meðal toppliðum deildarinnar. Ekki fór betur en svo að Nymburk steinlá fyrir Rússunum og töpuðu leiknum með 51 stigi eða 119-68.

Hörður skoraði 3 stig á þeim 11 mínútum sem hann spilaði. Nymburk féll niður í fjórða sæti deildarinnar eftir þetta tap en Rússar eiga lið í sex af sjö efstu sætunum. Hörður var því að mæta Serbanum Milos Teodosic í annað sinn á skömmum tíma en þeir mættust einnig í Berlín á EuroBasket. Teodosic gerði 14 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum í gær. 

Nymburk fær ekki mikla hvíld þar sem þeir halda til Danmerkur á morgun og spila við Bakken í EuroCup.

Þá sigruðu Sigurður Þorsteinsson og lið hans Doxa Pefkon, í grísku A2 deildinni, um helgina lið Pefkohori 76-64. Sigurður átti fínan leik en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði skoraði hann 10 stig, tók 10 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og varði tvö skot.

Þessi sigur var kærkominn fyrir Doxa en liðið hafði fyrir þennan leik tapað þremur í röð og situr í 9. sæti deildarinnar með 3 sigra og 5 töp.

Mynd/ basket-nymburk.cz

Fréttir
- Auglýsing -