Prógramið hjá Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum í Nymburk er ansi strangt þessa dagana og þeir spiluðu aðeins sinn fjórða leik í deildarkeppninni heima fyrir á meðan hin liðin hafa spilað 14 umferðir. Nymburk áttu hinsvegar ekki í töluverðum vandræðum með lið Opava í kvöld þegar þeir sigruðu 95:75. Hörður Axel fékk lítið að spreyta sig í leiknum, aðeins 2 mínútur og komst ekki á blað.