Nýliðaval NBA deildarinnar mun fara stafrænt fram þann 18. nóvember vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Þar mun framkvæmdarstjóri deildarinnar Adam Silver tilkynna val fyrstu umferðar frá upptökuveri ESPN í Bristol Connecticut, en þeir leikmenn sem verða fyrir valinu munu koma fram stafrænt í gegnum hljóð og mynd.
Líkt og síðustu ár var ráðgert að valið færi fram í Barclays höllinni í New York í júní, en vegna faraldursins og þeirrar seinkunnar sem tímabil og úrslitakeppni deildarinnar varð fyrir, færðist nýliðavalið alla leið aftur í nóvember.
Líkt og skýrt var frá í gær fer deildin líklega aftur af stað rétt eftir komandi áramót, en það mun þó ekki enn vera staðfest.