spot_img
HomeFréttirNýliðarnir saman í herbergi í Finnlandi

Nýliðarnir saman í herbergi í Finnlandi

Nýliðarnir Kristófer Acox og Tryggvi Snær Hlinason deila herbergi á liðshótelinu í Helsinki. Gera má ráð fyrir að nokkur lög með Drake verði spiluð í því herbergi næstu daga. 

 

Gömlu brýnin, Pavel Ermolinski og Hlynur Bæringsson deila herbergi 833 eins og komið hefur fram en þar er skýr krafa um að áhyggjur séu skildar eftir á ganginum fyrir utan. Staða heimsmálanna vafalítið rædd milli æfinga þar.

 

 

Logi Gunnarsson og Ægir Þór verða með reglulegar hraðamælingar í sínu herbergi en það er vafamál hvor þeirra er sneggri þó 10 ár séu milli þeirra.

 

BFFs Martin Hermannsson og Elvar deila um það hvort KR eða Njarðvík séu meira stórveldi í íslenskum körfubolta og Brynjar Þór fær ráðleggingar frá Verkamanna-Herði. 

 

Geitin og Haukurinn deila svo herbergi í Helsinki þar sem sjúkrateymi liðsins er á blússandi yfirvinnu.

 

Strákarnir okkar mæta galvaskir Grikkjum á morgun kl. 13:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. 

Fréttir
- Auglýsing -