spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNýliðarnir náðu í fyrsta sigurinn í Bónus deildinni

Nýliðarnir náðu í fyrsta sigurinn í Bónus deildinni

Nýliðar Hamars/Þórs náðu í fyrsta sigur sinn í Bónus deildinni er liðið lagði Þór Akureyri í Þorlákshöfn í kvöld. Eftir leikinn er Hamar/Þór því með einn sigur í deildinni á meðan að Þór Akureyri þarf að halda áfram að leita að fyrsta sigrinum eftir tvær umferðir.

Það voru gestirnir frá Akureyri sem hófu leikinn af meiri krafti og leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-20. Heimakonur náðu þó að loka gatinu í framhaldi og voru sjálfar komnar með 3 stiga forystu þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 44-41

Mikið jafnræði er áfram með á liðunum í upphafi seinni hálfleiksins og standa leikar jafnir að þremur leikhlutum loknum, 65-65. Í lokaleikhlutanum nær Hamar/Þór svo að vera skrefinu á undan nánast allan tímann og loka leiknum að lokum með sterkum 4 stiga sigur, 95-94.

Atkvæðamest fyrir Hamar/Þór í leiknum var Abby Claire Beeman með 42 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Henni næst var Hana Ivanusa með 20 stig og 8 fráköst.

Fyrir Þór Akureyri var það Madison Anne Sutton sem dró vagninn með 19 stigum, 16 fráköstum og 8 stoðsendingum. Við það bætti Esther Marjolein Fokke 25 stigum og 8 fráköstum.

Þór Akureyri á leik næst komandi þriðjudag 15. október gegn Grindavík í Höllinni á Akureyri.Hamar/Þór mun leika degi seinna fimmtudag 16. október gegn Aþenu í Austurbergi.

Tölfræði leiks

Mynd / Hamar-Þór FB ; Jón Gautur Hannesson

Fréttir
- Auglýsing -