spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNýliðarnir fá landsliðsmiðherja frá Litháen

Nýliðarnir fá landsliðsmiðherja frá Litháen

Nýliðar Fjölnis í Domino’s deild kvenna hafa samið við litháenska landsliðsmiðherjann Linu Pikčiūtė um að leika með félaginu á komandi tímabili.

Lina, sem er 192 cm miðherji, hefur síðustu tímabil spilað í efstu deildum á Spáni og Þýskalandi ásamt því að spila í bæði EuroLeague og Euro Cup.

Hún hefur verið afar sigursæl á ferlinum en hún varð meistari með sínu liði í Litháen á árunum 2011 til 2014 og svo aftur 2017. Hún varð ennfremur deildarmeistari í Svíþjóð 2015, spænskur bikarmeistari 2016 og Þýskalandsmeistari 2018.

https://www.facebook.com/fjolnirkarfa/photos/a.151385814920939/3052713018121523/
Fréttir
- Auglýsing -