Nýliðar Hamars/Þórs hafa samið við Hana Ivanusa fyrir komandi átök í Bónusdeild kvenna.
Hana er 19 ára slóvenskur framherji sem verið hefur í yngri landsliðum Slóveníu og spilaði með A landsliði Slóveníu á Eurobasket síðasta sumar, en síðustu fjögur tímabil hefur hún leikið fyrir lið Jezica í heimalandinu.