spot_img
HomeFréttirNýliðar Þórs stóðu í Íslandsmeisturunum (Umfjöllun)

Nýliðar Þórs stóðu í Íslandsmeisturunum (Umfjöllun)

0:09

{mosimage}

KR-ingar gerðu góða ferð norður í kvöld er þeir unnu heimamenn í Þór með 10 stiga mun, 91-101. Leikurinn var lengst af jafn og spennandi, og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að slíta heimamenn frá sér. En í fjórða leikhluta sigu íslandsmeistarar KR hægt og rólega fram úr heimamönnum, sem þó geta kennt sjálfum sér um tapið. Þar með fóru KR-ingarnir með bæði stigin suður, og sitja því í þriðja sæti deildarinnar með 6 stig. En Þórsarar sitjaí því níunda með 2 stig.

 

Bæði lið byrjuðu leikinn vel, skiptust á að skora en heimamenn þó ávallt skrefinu á undan. Kr-ingar virtust þó eiga í smá vandræðum með að leysa svæðis- og pressuvörn heimamanna. En hvorugt liðið er að spila vel sóknarlega, og sóknarleikurinn því oftar en ekki tilviljunarkenndur. En varnir beggja liða voru ekki heldur neitt til að hrópa húrra fyrir. Um miðjan fyrsta leikhluta ná heimamenn í Þór að komast sex stigum yfir,13-7. En smá saman minnka KR-ingar forskot heimamanna og komast yfir 18-19. Hins vegar átti Cedric Isom lokaorðið er hann skoraði flautukörfu og kom því heimamönnum yfir á nýjan leik, 20-19. Í liði heimamanna var Óðinn og Cedric Isom að spila vel í leikhlutanum, en gestirnir í KR virtust vera annars hugar í leikhlutanum.

Gangur leiksins í 1. leikhluta: (2:0)-(2:2)-(2:4)-(5:4)-(7:4)-(9:4)-(9:6)-(11:6)-(13:7)-(14:10)-(14:12)-(16:12)-(16:14)-(16:16)-(18:16)-(18:19)-(20:19)

{mosimage}

Íslandsmeistararnir byrjuðu annan leikhluta vel. Vörnin batnaði, sem og sóknarleikurinn. KR-ingar virtust ná að koma heimamönnum úr jafnvægi með ágætum varnarleik, og smá saman ná gestirnir 10 stiga forystu. Hins vegar voru heimamenn að hitta mjög illa í leikhlutanum, og virtist fátt detta niður hjá Þórsurum, sem gerði KR-ingum ennþá auðveldara fyrir. Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs tekur leikhlé þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af leikhlutanum, og þá eru KR-ingar með 10 stiga forystu. Fátt virtist breytast í leik heimamanna eftir leikhléið, og vandræðin virtust ætla að halda áfram. Það er ekki fyrr en í lok leikhlutarins að sóknarleikur heimamanna skánaði aðeins. En KR-ingar fara inn í hálfleik með þægilega stöðu, er þeir leiddu í hálfleik með 8 stiga mun, 35:45. Cedric Isom fór sem fyrr fyrir heimamönnum, hins vegar var það liðsheildin í KR sem náði þessari þægilegu
forystu gestanna í hálfleik.

Gangur leiksins í 2. leikhluta: (20:20)- (23:22)-(23:27)-(25:31)-(25:35)-(26:36)-(28:38)-(33:40)-(33:43)-(35:43) 

{mosimage}

Heimamenn byrja seinni hálfleikinn af krafti. Þórsarar fóru úr svæðisvörn í maður á mann vörn og það virtist virka vel og heimamenn náðu að minnka munin niður í fjögur stig. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna, og tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þar tók Benedikt leikmenn sína á beinið. Hins vegar virtist leikhléið ekki hafa sérstök áhrif á leikmenn KR og jafnt var með liðunum sem eftir lifði fjórðungsins. Þegar 27 sekúndur voru eftir af fjórðungnum leiddu KR leikinn með tveimur stigum, 62:64. Þórsarar hófu sókn, en í staðinn fyrir að nýta skotklukkuna og taka aðeins eitt skot, tóku Þórsarar skot þegar u.þ.b. tólf sekúndur eftir. En það skot geigaði. KR-ingar tóku frákastið, brunu upp í sókn sem endaði með þriggja stiga körfu frá Darra Hilmarssyni. Þar með leiddu KR-ingar leikinn með fimm stiga mun 62:67. Heimamenn spiluðu mjög vel í fjórðungnum, bæði sóknarlega sem og varnarlega enda unnu þeir leikhlutan 27:24. Kr-ingar
virtust missa aðeins einbeitinguna,en náðu þó að bjarga sér undir lok fjórðungsins.

Gangur leiksins í 3. leikhluta: (37:44)-(39:46)-(46:50)-(51:53)-(57:60)-(60:62)-(62:64)-(62:67)

{mosimage}

Fjórði leikhluti byrjaði fjörlega, en þó illa fyrir heimamenn í Þór. Eftir átta sekúndur var dæmd villa á Luka Marolt, en Luka var eitthvað ósáttur við dóminn, og mótmælti. En í staðinn fékk hann tæknivillu og þar með var hann komin með sína fimmtu villu og leik lokið hjá Marolt. Eftir þetta gekk fátt upp hjá heimamönnum. Hittnin var ekki nógu góð hjá heimamönnum, og þá sérstaklega vítanýtingin. Einnig virtist einbeitingin í vörn heimamanna ekki nógu góð, og náðu KR-ingar oft opnum skotum, sem þeir settu niður. Fremstur í flokki KR-inga var Darri Hilmarsson sem setti niður nokkrar mikilvæg stig fyrir KR-inga. Hægt og bítandi náðu gestirnir þægilegri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Heimamenn reyndu hvað eftir annað að minnka forskot heimamanna, en fátt kom fyrir ekki. Kr-ingar fóru því með níu stiga sigur af hólmi 91-100.

Gangur Leiksins í 4. leikhluta: (62:72)-(66:75)-(68:78)-(72:83)-(74:86)-(76:91)-(86:95)-(91:98)-(91:100) 

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var ekki nógu sáttur með leik sinna manna, þrátt fyrir sigur. ,,Þetta var eitthvað skrýtinn leikur, ekki fallegur hef séð meiri kynæsandi körfuknattleik en þetta. Menn voru bara værukærir, en það þýðir ekki á móti svona sterku liði á svona sterkum heimavelli þannig að við þurfum að mæta miklu grimmari á móti öllum liðunum í deildinni,getum ekki bara gírað okkur upp á móti liðunum sem var spáð betra gengi. Það sem ég les út úr þessum leik er að við þurfum að fínpússa leik okkar fyrir leikinn á móti Njarðvík, en mér sýnist hins vegar að Þórsarar eigi eftir að vinna marga leiki hér á heimavelli."

Óðinn Ásgeirsson var nokkuð svekktur í leikslok ,, leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, jafn leikur allan tíman og við vissum að þeir myndu koma með run í þriðja og fjórða leikhluta, en við náðum bara ekki að svara þarna undir lokin. Það var tveggja stiga munur, og við klikkum á fimm vítum í röð, á meðan þeir setja sín fjögur víti. Við vorum ekki að setja okkar víti niður, á meðan þeir settu sín ofan í. Þar liggur munurinn. Við vorum bara klaufar í lokin, slökuðum of mikið á í vörninni. Vorum nefnilega búnir að spila nokkuð góða vörn í leiknum. Veit bara ekki hvað á að segja eftir svona. Þetta hefði getað endað báðum megin. En vítin fóru klárlega með okkur í kvöld. Misnotuðum of mörg vítum, vorum þó allan tíman inn í leiknum. Við þurfum að vinna bara næsta leik."

{mosimage}

Nýliðar Þórs spiluðu ágætlega fyrstu þrjá fjórðungana, en einbeitingaleysi í þeim fjórða varð þeim að falli. Hins vegar hafa KR oft spilað betri körfuknattleik, og voru það Darri Hilmarsson, Joshua Helm og Avi Fogel fóru fyrir Íslandsmeistaranna. Darri Hilmarsson átti líklega sinn einn besta leik sinn, og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur í leiknum. Hins vegar voru það enn og aftur vítaskotin sem voru illa með leikmenn Þórs, en alls 14 vítaskot geiguðu sem er of mikið á móti sjálfum Íslandsmeisturunum. Síðan virtust Þórsarar sofna í vörninni undir lok leiksins, og gerðu Kr-ingum auðveldara fyrir. Kr-ingar virðast vera með jafn sterkt lið og í fyrra, og þeir sýndu styrk sinn í kvöld með því að spila sæmilega en vinna samt. Heimamenn í Þór geta líka miklu betur, og munu vinna eflaust fleiri leiki í vetur, en vítanýting þeirra verður að batna.

En maður leiksins var tvímælalaust  Cedric Isom, sem átti skínandi leik, 28 stig,5 stoðsendingar, 9 fráköst og 7 stolna bolta.

Stigahæstir í liði Þórs: Cedric Isom 30, Magnús Helgason 16, Luka Marolt 13, Óðinn Ásgeirsson 10 (11 fráköst), Þorsteinn Gunnlaugsson 10, Hrafn Jóhannesson 5, Bjarki Oddson 3, Birkir Heimisson 2 og Jón Orri Kristjánsson 2.

Stigahæstir í liði KR: Darri Hilmarsson 25, Avi Fogel 20, Joshua Hielm 20, Jovan Zdravevski 14, Helgi Magnússon 7, Pálmi Sigurgeirsson 5, Brynjar Björnsson 5 og Skarphéðinn Ingason 4

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

www.thorsport.is – Sölmundur Karl Pálsson

Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson

Fréttir
- Auglýsing -