spot_img
HomeFréttirNýliðar NBA teknir i gegn (Myndband)

Nýliðar NBA teknir i gegn (Myndband)

Þrátt fyrir þá griðarlegu ánægju að ná loksins samningi í NBA deildinni þá fylgir því að öllu jöfnu böggull.  Goran Dragic þá leikmaður Pheonix Suns fékk að finna fyrir því þegar hann spilaði sitt nýliðaár með Shaq O´Neal á sínum tíma.  Shaq bað þá Dragic sem þá var 19 ára að burðast með hljómborð í ferðalögum liðsins. Dragic hefur líkast til ekki þorað öðru en að hlíða tröllinu enda alger goðsögn þá orðin í deildinni. "Ég skildi aldrei neitt í þessu og vissi ekki afhverju hann þurfti þetta hljómborð. Ég hvorki heyrði né sá hann nokkurntíman spila a þetta. Líkast til var hann bara að rugla í mér." sagði Dragic í viðtali vestra. 

 

Ýmisleg önnur verkefni hafa svo fallið nýliðum í hendur líkt og að halda á töskum, ná í handklæði og slökkva á sturtum eftir æfingar.  Svo auðvitað eiga nýliðar að ganga frá boltunum og þá hafa eldri leikmenn jafnvel gerst svo "skemmtilegir" að henda nokkrum lengst uppí stúku. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -