21:46
Toppslag nýliða KR og Keflavíkur var að ljúka þar sem KR fór með 90-81 sigur af hólmi í miklum baráttuleik í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Hin kyngimagnaða Monique Martin setti Íslandsmet í stigaskori í úrvalsdeild kvenna er hún sallaði niður 65 stigum í leiknum.
Martin fór hamförum og var allt í öllu í grimmu KR liðinu. Hjá Keflavík var TaKesha Watson með 27 stig. Eftir sigur kvöldsins eru KR-ingar komnir á topp Iceland Express deildarinnar. Nánar síðar…
Þá gerði Grindavík góða ferð á Ásvelli með 80-99 sigri á meisturum Hauka.