Nýliðamynd Fleer frá árinu 1986 af fyrrum leikmanni Chicago Bulls, Michael Jordan, seldist á rúmar 14 miljónir á uppboði hjá Goldin uppboðshúsinu á dögunum. Myndin, sem sjá má hér fyrir neðan, hefur lengi verið sú verðmætasta sem gefin hefur verið út, en almennt eru nýliðamyndir þær verðmætustu af hverjum leikmanni fyrir sig.
Ástæða verðsins sem fékkst fyrir myndina í þetta skiptið eru augljóslega þættirnir 10 sem ESPN framleiddi og sýndi um leikmanninn, The Last Dance.
Samkvæmt heimildum hefur þessi sama mynd brotið met verðmætustu myndar oft á síðustu tveimur mánuðum. Metið frá 21. mars rétt tæpar 7 miljónir, eða um helmingur þess sem hún seldist á hjá Goldin í vikunni.