11:18
{mosimage}
Flestir íslenskir körfuknattleiksunnendur ættu að kannast við danska liðið Bakken bears sem hefur verið sigursælt í dönskum körfubolta undanfarin ár. Keflvíkingar hafa mætt þeim í Evrópukeppni, Njarðvík, ÍR og Þór Ak. heimsótt þá á undirbúningstímabili og Geoff Kotila og Ken Webb hafa þjálfað þar.
Bakken hefur nú hafið nýja aðferð við að kynna leiki sína í Danmörku og fengið til liðs við sig margmiðlunarfyrirtæki og eru búin til stutt myndbönd fyrir hvern leik sem eru send á alla sem eru í póstlita þeirra.
Hér getur að líta myndbandið fyrir fyrsta leik þeirra sem fer fram 4. október.
Mynd: www.basketligaen.dk