spot_img
HomeFréttirNýir leikmenn til Hauka

Nýir leikmenn til Hauka

13:41 

{mosimage}

(Smith þótti ekki standa fyrir sínu) 

Körfuknattleikslið Hauka í Iceland Express deild karla á von á nýjum bandarískum leikmanni til liðsins. Sá heitir Wayne Arnold og mun fylla skarð Kevin Smith sem látinn var fara frá félaginu. Þá mun serbinn Predrag Novakovic ganga í raðir Hauka snemma á nýja árinu.

 

Gengi Hauka í deildinni hefur ekki verið sem skyldi og er liðið í 11. sæti deildarinnar. Þó skammt sé í sæti í úrslitakeppninni telur Hjörtur Harðarson, þjálfari liðsins, að styrkja þurfi hópinn fyrir komandi átök. „Smith þótti ekki nægilega stöðugur, það voru miklar sveiflur í hans leik og við máttum illa við því. Við þurfum að fá meira framlag á hverjum degi frá atvinnumanni. Haukaliðið ætlar sér í úrslitakeppnina og ég veit að það býr meira í strákunum en þeir hafa verið að sýna undanfarið,“ sagði Hjörtur í samtali við Karfan.is.

 

Kevin Smith var með 19,8 stig að meðaltali í leik fyrir Hauka en nýji leikmaðurinn, Arnold, kemur frá East Tennesee State háskólanum í Bandaríkjunum og var þar með 13,9 stig að meðaltali í leik á sínu síðasta ári.

 

Næsti leikur Hauka er þann 4. janúar þegar þeir heimsækja Tindastól á Sauðárkrók.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -