spot_img
HomeFréttirNúmeri of stórar fyrir íslenska liðið í Konya

Númeri of stórar fyrir íslenska liðið í Konya

Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Portúgal nú í hádeginu á Evrópumótinu í Konya í Tyrklandi.

Leikur dagsins hélt jafn á upphafmínútunum, en aðeins þremur stigum munaði á liðunum eftir fyrsta fjórðung. Frá öðrum leikhluta og til enda leiksins nær Portúgal svo að hafa góð tök á leiknum. Bæta hægt og rólega við forystu sína og sigra að lokum með 35 stigum, 88-53.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Þórey Þorleifsdóttir með 11 stig, en Sara Logadóttir og Inga Ingadóttir komu henni næstar með 10 stig hvor.

Leikur dagsins var sá fyrsti sem Ísland leikur í umspili um sæti á mótinu. Í dag var það upp á sæti 9 til 16, en næst munu þær leika á morgun um sæti 13 til 16 á mótinu. Ekki er ljóst hver andstæðingurinn verður þar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -