spot_img
HomeFréttirNuggets unnu fyrsta leikinn gegn Dallas

Nuggets unnu fyrsta leikinn gegn Dallas

22:21:38
Denver Nuggets festi sig í sessi sem eitt heitasta liðið í NBA um þessar mundir þegar þeir lögðu Dallas Mavericks að velli, 109-95, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Eftir slaka frammistöðu í upphafi tóku Nuggets völdin í öðrum leikhluta þar sem Nene Hilario og Chris Anderson fóru á kostum. Staðan í hálfleik var 51-47 fyrir Nuggets, en leikurinn var í járnum í upphafi þess seinni, þar sem liðin skiptust á að leiða. Nuggets sigu þó framúr á síðustu mínútunum og náðu sjö stiga forskoti, 82-75, fyrir síðasta leikhluta. Dirk Nowitzki skoraði fyrstu fimm stigin í fjóra leikhluta en nær komust Dallas ekki og Denver voru afar sannfærandi á lokasprettinum.

Nene skoraði 24 stig og Carmelo Anthony 23, JR Smith 15, Anthony Carter 12 og Anderson 11 ásamt því sem hann varði 6 skot.

Nowitzki gerði 28 stig og tók 10 fráköst og Jason Kidd, Josh Howard og Jason Terry gerðu 15 stig hvor.

Tölfræði leiksins

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -