spot_img
HomeFréttirNuggets stöðvuðu Clippers

Nuggets stöðvuðu Clippers

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Denver Nuggets bundu enda á 17 leikja sigurgöngu LA Clippers og New York Knicks máttu sætta sig við ósigur þrátt fyrir endurkomu Amare Stoudemire.
 
Denver 92-78 LA Clippers
Danilo Gallinari var stigahæstur í liði Denver með 17 stig og 6 fráköst en hjá Clippers voru Blake Griffin og Eric Bledsoe báðir með 12 stig. 17 leikja sigurgöngu Clippers er því lokið en þetta var næstlengsta sigurganga sem Denver tekst að brjóta á bak aftur, árið 1996 stöðvaði liðið 18 leikja sigurgöngu Chicago Bulls. JaVale McGee náði svo athyglisverðum árangri er hann skoraði fyrstu þriggja stiga körfuna sína í NBA deildinni eftir rúmlega 300 leiki.
 
New York 100-105 Portland
Amare fékk góðar móttökur þegar hann snéri aftur á parketið í Madison Square Garden. Hann var ekki í byrjunarliðinu en lék í rúmar 16 mínútur í leiknum og gerði 6 stig og tók 1 frákast. Atkvæðamestur í liði Knicks var Carmelo Anthony með 45 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar en það dugði ekki til gegn Portland að þessu sinni þar sem Nicolas Batum var með 26 stig, 4 fráköst og 6 stoðsendingar.

 
Úrslit næturinnar:
 

FINAL
 
6:00 PM ET
DAL
103
WAS
94
23 25 35 20
 
 
 
 
29 23 19 23
103
94
  DAL WAS
P Carter 23 Beal 22
R Marion 14 Okafor 11
A Collison 8 Mack 6
 
Highlights
 
FINAL
 
7:30 PM ET
POR
Fréttir
- Auglýsing -