spot_img
HomeFréttirNú meiðast menn í hverjum leik

Nú meiðast menn í hverjum leik

18:51 

{mosimage}

Það er eins og Keflvíkingar þurfi að ganga í gegnum allt hugsanlegt mótlæti í körfuboltanum í vetur og staða liðsins hefur vissulega borið keim af því.

Liðið hefur verið óheppið með erlenda leikmenn og skipt þrisvar um Kana og einu sinni um Evrópuleikmann. Fyrirliði liðsins, Magnús Þór Gunnarsson, lenti í því að missa allt sitt í bruna og nú til að bæta enn á hafa meiðsli hrannast upp í síðustu leikjum.

Bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson meiddist illa í sigurleik á Hamar/Selfoss á sunnudaginn og á fimmtudagskvöldið missti liðið tvo lykilmenn, Bandaríkjamanninn Tony Harris og Jón Norðdal Hafsteinsson út af ,meidda í fyrri hálfleik.

„Það er hópferð hjá Keflavíkurliðinu upp á sjúkrahús," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkurliðsins, í léttum tón þegar Fréttablaðið forvitnaðist um meiðsli leikmanna liðsins.

„Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt en það er leiðinlegt svona rétt fyrir úrslitakeppni að menn séu að detta í svona meiðsli," segir Sigurður sem lítur þó á jákvæðu hliðarnar.

„Við verðum bara að taka á þessu og vinna okkur í gegnum þetta. Það fengu að spreyta sig menn sem hafa lítið fengið að spila í vetur og það var það jákvæða við þetta því við eigum fullt af mönnum," sagði Sigurður en nafni hans Sigurðsson skoraði 15 stig á 13 mínútum og hinn 17 ára gamli Þröstur Leó Jóhannsson var með 10 stig, 4 stoðsendingar og 3 varin skot á sínum 16 mínútum.  

Frétt af www.visir.is

 

Fréttir
- Auglýsing -