Álftanes lagði Njarðvík í Kaldalónshöllinni í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla, 107-96.
Álftnesingar eru því komnir með 2-0 forystu í einvíginu og þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.
Karfan spjallaði við Rúnar Inga Erlingsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í Kaldalónshöllinni.