Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Dallas Mavericks höfðu betur á heimavelli gegn Boston Celtics í spennuleik. Lokatölur voru 89-87 Dallas í vil sem þar með stöðvuðu fimm leikja sigurgöngu Boston. Dirk Nowitzki gerði sigurkörfu leiksins þegar 17 sekúndur voru til leiksloka með teigskoti, Boston fékk tvo sénsa til að jafna en erfitt ,,fade-away” skot hjá Garnett rataði ekki á hringinn.
Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 25 stig og 7 fráköst en Paul Pierce gerði 24 stig og tók 7 fráköst í liði Boston.
Önnur úrslit næturinnar:
Charlotte 91-95 San Antonio
Orlando 93-89 Atlanta
Toronto 102-109 Golden State
Chicago 94-92 Denver
Memphis 109-99 Phoenix