Pavel Ermolinskij og félagar töpuðu í gær mikilvægum Evrópuleik sínum gegn nágrönnum sínum í Södertatlje 67:62. Með sigri hefðu þeir tryggt sér annað af tveim topp sætunum og sæti í 16-liða úrslitunum. Í staðinn getur Södertalje með sigri í næsta leik, sem er sá síðasti í riðlakeppninni, tryggt sig áfram og skilið Norrköping eftir.
Pavel skilaði flottum tölum, var með 15 stig (5/8 inni í teig, 1/3 fyrir utan, 4/6 í vítum), 12 fráköst, 6 fráköst og 2 stolna bolta.
Sigmundur Már Herbertsson dæmdi leikinn sem fór fram á heimavelli Södertalje en fyrir leik sló Pavel á létta strengi á Twitter og sagði: “Simmi herberts dæmir leikinn í kvöld hjá mér ásamt rússa og pólverja, býst við 15+ vítum í kvöld #heimadómgæsla”
Dolphins eiga sinn síðasta leik gegn botnliði C-riðils, hinu finnska Tampereen Pyrintö, og verða að sigra og treysta á að topplið BK Ventspils sigri Södertalje á móti til að komast áfram.