spot_img
HomeFréttirNorrköping komið með yfirhöndina á ný

Norrköping komið með yfirhöndina á ný

 
Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson eru lentir 2-3 undir í úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik en Sundsvall Dragons tapaði á heimavelli í dag í fimmta leik úrslitanna gegn Norrköping Dolphins. Höfrungunum dugir því sigur í næsta leik til þess að verða meistari.
Lokatölur í Sundsvall í dag voru 75-87 Norrköping í vil. Hlynur var ekki fjarri þrennunni með 17 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar og Jakob gerði 16 stig, tók 4 fráköst og stal 2 boltum. Sjötti leikur liðanna fer fram þann 3. maí á heimavelli Norrköping.

Mynd/ 
Jakob Örn gerði 16 stig fyrir Sundsvall í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -