{mosimage}
(Fjölnismaðurinn Hörður er heitur um þessar mundir og raðar niður stigunum í Svíþjóð)
Tveimur leikjum af fimm er lokið hjá íslensku landsliðunum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. U 16 ára lið karla lék sinn fyrsta leik í dag og var að lúta í lægra haldi gegn Finnum 67-70.
Haukamaðurinn Örn Sigurðsson fór mikinn í leiknum og gerði 20 stig og tók 5 fráköst. Næstur honum var Sigmar Björnsson, Breiðablik, með 17 stig.
U 18 ára lið karla rúllaði yfir Norðmenn 78-63 og gerði Hörður Vilhjálmsson 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Brynjar Björnsson kom honum næstur með 17 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar.
Íslensku liðin eiga þrjá leiki eftir í dag, kl. 14:30 leikur U 18 kvenna liðið gegn Norðmönnum, U16 kvenna liðið mætir Svíum kl. 16:30 og U 16 karla mætir Svíum kl. 18:30.