Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í Smáranum í lokaleik 11. umferðar Subway deildar karla, 106-108. Eftir leikinn eru liðin jöfn í 3.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Njarðvík.
Karfan spjallaði við Norbertas Giga leikmann Hauka eftir leik í Smáranum. Norbertas átti flottan leik fyrir sína menn í kvöld, skilaði 30 stigum og 15 fráköstum á rúmum 30 mínútum spiluðum.