spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNokkuð öruggur sigur Keflavíkur í Skógarseli

Nokkuð öruggur sigur Keflavíkur í Skógarseli

Keflavík lagði ÍR í Skógarseli í kvöld í 6. umferð Bónus deildar karla, 79-91. Eftir leikinn er Keflavík með þrjá sigra og þrjú töp á meðan að ÍR bíður enn eftir fyrsta sigrinum.

Gangur leiks

Leikurinn hefst og bæði lið byrja leikinn vel og keyra sterkt á körfuna en Keflavík tekur bara yfir höndina í fyrsta leikhluta og eru yfir með 10, 22-32. Keflavík heldur áfram að sækja og eru sterkari en Ír-ingar halda áfram en þeir taka leikhlé þegar það eru rúmar 5:20 eftir af fyrsta leikhluta. Það gengur lítið hjá Ír-ingum og Keflvíkingar eru bara betri, en fyrri hálfleikur endar 43-59 fyrir Keflavík.

Atkvæðamestir í hálfleik voru Hákon Örn hjá ÍR með 13 stig, 2 fráköst og 5 fráköst en í Keflavík var það Marek Dolezaj með 13 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu.

Bæði lið koma sterk út úr búningsklefanum og eru sterk og ákveðinn á að keyra á körfuna en Keflavík heldur bara áfram að vera sterkara liðið á vellinum og taka 7-0 hlaup á ÍR áður en þeir taka leikhlé þegar það eru 1:30 eftir af 3. leikhluta. Keflavík klárar 3. leikhluta 62-80, 18 stigum yfir það er enþá séns fyrir Ír-inga að ná þeim. ÍR tekur 11-0 hlaup og eru komnir í 73-80 þegar það eru 5 mínútur eftir af 4. leikhluta, þeir setja 2 stig í viðbót á töfluna og fá Keflavík til að taka leikhlé. Keflvíkingar skora sín fyrstu stig í 4. leikhluta þegar rúmar 3:40 eru eftir. Keflvíkingar halda forustunni út leikinn og vinna að lokum 79-91.

Atkvæðamestir

Voru Hákön Örn hjá ÍR með 23 stig, 3 fráköst og 8 stoðsendingar en hjá Keflavík var það Halldór Garðar með 20 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu.

Hvað svo?

Næstkomandi föstudag fara Ír-ingar til Njarðvíks að spila en Keflvíkingar fá Haukanna í heimsókn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -