spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Nógu góðir til að eltast við einn eða tvo sigra á EuroBasket

Nógu góðir til að eltast við einn eða tvo sigra á EuroBasket

Ísland tryggði sig á sunnudaginn inn á lokamót EuroBasket 2025 með glæsilegum sigri gegn Tyrklandi í Laugardalshöl.

Með sigrinum endaði Ísland í 2. sæti síns riðils með þrjá sigra og þrjú töp, en liðið náði að leggja Ítalíu, Tyrkland og Ungverjaland í undankeppninni.

Hérna eru fréttir af EuroBasket 2025

Vefmiðill FIBA metur þjóðir undankeppninnar fyrir frammistöðu sína, en þar fær Ísland hæstu einkunn, A. Í stuttum texta með einkuninni sem sjá má hér fyrir neðan gerir miðillinn því skóna að liðið sé nógu gott til að eltast við einn eða tvo sigra á lokamótinu sem fram fer í Lettlandi, Póllandi, Finnlandi og á Kýpur í lok ágúst.

Þetta mun vera í þriðja skiptið á tíu árum sem Ísland tekur þátt í lokamóti EuroBasket. Áður var Ísland með í Berlín 205 og tveimur árum seinna í Helsinki 2017. Þrátt fyrir að hafa verið nálægt sigrum á báðum mótum náði liðið ekki að vinna leik, en miðað við væntingar vefmiðilsins gæti verið komið að því nú í haust.

Hverjir mótherjar Íslands verða á mótinu, sem og hvar riðill þeirra verður kemur í ljós þann 27. mars nk. þegar dregið verður.

Hérna er hægt að skoða einkunnir liða undankeppni EuroBasket

Um Ísland:

“Ísland: A

Þrír sigrar í riðil með Ungverjalandi, Ítalíu og Tyrklandi eru sönnur þess að Ísland séu nógu góðir til að eltast við einn eða tvo sigra á EuroBasket lokamótinu.”

Fréttir
- Auglýsing -