Íslendingar verða í eldlínunni í dag og í kvöld í dönsku og sænsku úrvalsdeildinni. Í Danmörku eru það Horsens IC og Værlöse sem eiga leiki og í Svíþjóð eru það Helgi Magnússon og félagar í Uppsala Basket sem taka á móti LF Basket á heimavelli.
Sigurður Þór Einarsson og félagar í Horsens IC mæta SISU á útivelli en Axel Kárason og Værlöse mæta Aalborg Vikings á útivelli. Langþráð bið verður á enda þegar Værlöse og Aalborg mætast en þessi tvö lið eru einu stigalausu lið dönsku úrvalsdeildarinnar.
LF Basket er 2 stigum á undan Helga og félögum í Uppsala svo sigur í kvöld færir Uppsala ofar í töfluna og getur liðið blandað sér í baráttuna með LF og Sundsvall.
Ljósmynd/ Sigurður og félagar í Horsens geta komið sér betur fyrir í 3. sæti deildarinnar með sigri í kvöld.