U18 og U16 landslið okkar hefja nú för til Solna í Svíþjóð til að taka þátt í Norðurlandamóti. Ísland mun senda 4 lið til keppni í þetta skiptið. Það eru U18 og U16 lið karla og kvenna. U18 liðin hefja leik strax á morgun, en þau héldu út áleiðis til Stokkhólms snemma í morgun. Á morgun munu svo U16 liðin halda af stað og spila sinn fyrsta leik á fimmtudag. "Sumarfrí" eru gengin í garð hér hjá starfsmönnum Karfan.is en þrátt fyrir það munum við reyna að greina frá gangi mála eins vel og unnt er á meðan á mótinu stendur.