spot_img
HomeFréttirNM: Þriðji leikurinn í dag

NM: Þriðji leikurinn í dag

{mosimage}

Íslenska landsliðið mætir Norðmönnum í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í dag. Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Landsliðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu, þeim fyrsta gegn heimamönnum Finnum 81-73 og þeim seinni í gær gegn Svíþjóð 69-81.

Þriðji og næst síðasti leikur liðsins hefst í dag kl. 13:30 þegar leikið verður gegn Norðmönnum. Norðmenn hafa rétt eins og íslenska liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu og bæði lið hungrar því í sigur. Einn sterkasti leikmaður Norðmanna er Ronny Karlsen sem leikur með Sjóræningjunum frá Þrándheimi eða Trondheim Pirates en hann gerði 11 stig gegn Dönum og 18 stig gegn Finnum.

Fréttir
- Auglýsing -