spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaNjarðvíkursigur í toppslag 1. deildar kvenna

Njarðvíkursigur í toppslag 1. deildar kvenna

Það var toppslagur í 1. Deildinni þegar Njarðvíkurstúlkur tóku á móti Tindastól í Njarðtaksgryfjunni í dag. Heimastúlkur byrjuðu betur en gestirnir voru fljótar að taka við sér. Leikhlutinn var jafn og skemmtilegur, mikil barátta hjá báðum liðum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18 – 13.
Stólastúlkur mættu að fullum krafti í öðrum leikhluta. Þær skoruðu 13 stig án þess að Njarðvík næði að svara. Njarðvík komst þá loksins á blað um miðjan leikhlutann. Tindastóll var að spila hörku vörn og lokuðu vel teignum og gerðu Njarðvíkingum mjög erfitt fyrir. Heimastúlkur fóru þó að finna betur sóknarleiðir eftir því sem leið á leikhlutann. Staðan í hálfleik 29 – 31.
Heimastúlkur héldu dampi eftir leikhlé og um miðbik leikhlutans voru þær búnar að jafna 35 – 35. Njarðvík náði smá forystu en Tindastóll gerði vel og skoruðu síðustu 5 stig leikhlutans. Allt jafnt fyrir fjórða leikhluta 40 – 40.
Njarðvík náðu að koma sér í tveggja körfu forystu í fjórða leikhluta og erfiðlega gekk bæði fyrir þær að auka við þá forystu og Stólana að ná henni niður. Njarðvíkingar héldu út áhlaup gestana og kláruðu leikinn með sanngjörnum sigri. Lokatölur 66 – 56.

Byrjunarlið:
Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir, Vilborg Jónsdóttir, Jóhanna Lilja Pálsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Helena Rafnsdóttir.
Tindastóll: Tessondra Williams, Karen Lind Helgadóttir, Telma Ösp Einarsdóttir, Kristín Halla Eiríksdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir.

Hetjan:
Valdís Ósk Óladóttir og Eva Rún Dagsdóttir áttu frábæra innkomu af bekknum fyrir Tindastól. Hjá Njarðvík var Lára Ösp Ásgeirsdóttir sem setti 22 stig ásamt því að spila fína vörn og Helena Rafnsdóttir sem spilaði frábæra vörn allan leikinn alveg frábærar. Erna Freydís og Vilborg áttu einnig báðar mjög góðan leik.

Kjarninn:
Leikurinn var góð skemmtun hjá tveim jöfnum liðum. Það verður að teljast áhyggjuefni fyrir Stólana að þegar Tessondra Williams kom lítið við sögu eins og í öðrum leikhluta, þá spilaði Tindastóll best. Góður sigur hjá Heimastúlkum.

Tölfræði
Myndasafn

Viðtöl:


Fréttir
- Auglýsing -