spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNjarðvíkingar sóttu stigin tvö í Hólminn

Njarðvíkingar sóttu stigin tvö í Hólminn

Snæfell mætti Njarðvíkingum í Hólminum í kvöld. Staða liðanna í deildinni nokkuð ólík en Njarðvíkingar eru með 22 stig í öðru sæti deildarinnar á meðan Snæfell, sem hefur byrjað vel eftir áramót, eru í neðsta sætinu með 4 stig.

Snæfell byrjaði leikinn af krafti og leiddu 9-2 eftir 4 mínútna leik eftir það jafnaðist leikurinn. Njarðvíkingar leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta 14-19 og sá munur hélst nánast út hálfleikinn. Gestirnir hótuðu að stinga af en heimakonur í Snæfell komu alltaf með góðar körfur í öðrum leikhluta. Leikhlutinn endaði 20-21 fyrir Njarðvík og var sérstaklega gaman að sjá Ölfu skora tvær góðar körfur í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 34 – 40 fyrir gestina úr Njarðvík.

Í þriðja leikhluta þéttu gestirnir teiginn vel og fundu heimakonur fá svör og sættu sig við sendingar og skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Hinu megin voru Snæfellingar komnir í villuvandræði vegna þess hve mikið Njarðvíkingar sóttu á vörnina. Vel spilað hjá Njarðvík og sýndu þær mikil gæði í leikhlutanum bæði í sókn og vörn. Staðan eftir þrjá leikhluta 46-66.

Fjórði leikhlutinn var í raun keimlíkur þeim þriðja og sigldu Njarðvíkingar öruggum sigri heim á Suðurnesin. Lokatölur leiksins voru Snæfell 59-82 Njarðvík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -