spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvíkingar seigir á lokasprettinum

Njarðvíkingar seigir á lokasprettinum

Njarðvík og Haukar mættust í Subwaydeild karla í kvöld í Ljónagryfjunni. Bæði lið í þessu miðjumoði sem 90% af deildinni tekur þátt í og hver sigur þessa dagana gullsígildi. Eftir nokkuð jafnan leik þá voru það heimamenn sem hirtu stig kvöldsins með 75:71 sigri.

Haukarnir voru hvað sprækari megnið af leiknum þó svo að þeir hafi í raun ekkert verið að skarta neinum súperleik þetta kvöldið og máttu Njarðvíkingar þakka fyrir það í raun á tímum í leiknum. Manni langar að segja að varnarleikur liðana hafi verið á pari við stigaskorið en svo var ekki. Bæði lið einfaldlega hittu boltanum afar illa og/eða fóru illa að ráði sínu þegar fengu hann í hendurnar (Tapaðir boltar)

Haukar leiddu megnið af leiknum en í hvert skipti sem þeir gerðu sig líklega til að ná upp einhverju almennilegu forskoti komu Njarðvíkingar sér aftur inn og jöfnuðu leikinn. Þegar 5 mínútur voru til loka leiks komust Njarðvíkingar loksins yfir í stöðunni 67:65 með þrist frá Mario Matasovic. Fram að þessu í gegnum leikinn höfðu Haukarnir farið ansi illa með þó nokkur fín færi í leiknum. Meira segja “auðveld” layup voru ekki að detta hjá þeim. Í kjölfarið á þessu komu Njarðvíkingar sér í sína stærstu forystu leiksins (5 stig) en Haukarnir voru fljótir að naga það niður á meðan sóknarleikur heimamanna virtist vera gjaldþrota þessar næstu mínútur.

Njarðvíkingar náðu hinsvegar með herkjum að halda forystunni í leiknum og landa sigrinum mikilvæga þetta kvöldið og óhætt að segja að það var léttir yfir stuðningsmönnum liðsins í Gryfjunni eftir leik.

Dedrick Basile leiddi sína menn þetta kvöldið með 20 stig og næstur honum var Mario Matasovic með 19 stig. Hjá Haukum var Nobertas Giga með 20 stig og Darwin Davis honum næstur með 19 stig.

Logi Gunnarsson snéri aftur í lið Njarðvíkinga eftir að hafa verið að kljást við meiðsli og komst vel frá sínu ,í raun spilaði sinn besta leik í vetur. Á móti kom að Nico Richotti sat á bekknum vegna hnjá meiðsla.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -