09:58
{mosimage}
Körfuknattleiksmaðurinn Pavel Ermolinski mun leika áfram með Axarqui á Spáni á komandi leiktíð. Hann hafnaði boði um að leika með Njarðvík en Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Teits komu Njarðvíkingar áhuga sínum á framfæri við Pavel ef hann skyldi vilja koma heim. Hann hefði hins vegar ákveðið að vera áfram á Spáni og klára samning sinn.
Njarðvíkingar hafa misst frá sér sjö leikmenn frá síðustu leiktíð. Þeirra á meðal eru Jeb Ivey og Igor Beljanski sem reyna fyrir sér annars staðar, auk þess sem tveir reyndir leikmenn, Halldór Karlsson og Ragnar Ragnarsson, eru hættir. Á hinn bóginn segir Teitur að bakvörðurinn Guðmundur Jónsson muni leika áfram með liðinu en hann er samningslaus.
mbl.is