spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvíkingar númeri of stórir

Njarðvíkingar númeri of stórir

Njarðvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annað sinn á rúmum tveim vikum í bikarnum í kvöld. Njarðvíkingar eru 4 –  1 í deildinni á meðan gestirnir frá Val eru 0 – 5. Valsmenn hafa þó alveg verið inn í nokkrum leikjum m.a. á móti Njarðvík. Valur leiddi í þeim leik í hálfleik og var þrem stigum frá Njarðvík undir lok leiksins sem Njarðvíkingar unnu að lokum 85 – 80. Eins og dæmin sína þá er bikarinn ekki sama keppni og því heilmikil spenna í loftinu.

Í fyrsta leikhluta var mikil keyrsla á báðum liðum, Kendall Lamont Anthony hitti öllum skotunum sínum og endaði leikhlutan með 12 stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22 – 22. Annar leikhluti fór rólega af stað. Eftir rúmar 5 mínútur voru liðin samtals aðeins búin að skora 7 stig. Heimamenn slógu gestina út af lagi með svæðisvörn og komu sér í 7 stiga forustu. Staðan í hálfleik 39 – 32. Gestirnir voru grimmir í þriðja og náðu að koma sér hársbreidd frá heimamönnum. Njarðvíkingar bættu á lokamínútunum og staðan fyrir fjórða leikhluta 57 – 52. Njarðvíkingar settu í næsta gír eins og við höfum svo oft séð þá gera í fjórða leikhluta og unnu að lokum leikinn 78 – 68.

 

Byrjunarlið

         Njarðvík – Jeb Ivey, Kristinn Pálsson, Maciek Baginski, Ólafur Helgi Jónsson og Mario Matasovic

         Valur – Kendall Lamont Anthony, William Saunders, Austin Magnus Bracey, Aleks Simenov og Ragnar Ágúst Nathanaelsson

Þáttaskil

Það er erfitt að benda á einhver þáttskil í leiknum þar sem Njarðvíkingar virtust hafa undirtökin allan leikinn.

Tölfræðin lýgur ekki

Valur var með 1/14 í þristum í fyrri hálfleik. Það hefði hjálpað þeim mikið að setja eitthvað af þristum þegar Njarðvíkingar skiptu í svæði til að teygja á vörninni og opna hana. Ekki batnaði þrista hitni gestanna mikið í seinni hálfleik. En þeir enduðu með 34/29. Heimamenn mun hittu betur, tóku fleiri fráköst.

Hetjan

Kendall Lamont Anthony var besti maður gestanna en það var Jeb Ivey sem réttur maður á réttum tíma fyrir heimamenn. Hann setti niður nokkra þétta þrista í seinni hálfleik sem gerðu mikið fyrir heimamenn.

Kjarninn

Bæði lið spiluðu ágætan körfubolta. Þrátt fyrir ágæta kafla gestanna og að stigamunur á milli liðanna væri á köflum ekki mikill. Þá var eins og heimamenn væri allan tímann með völdin á vellinum.

Tölfræði leiks

Myndasafn 

 

Viðtöl:

Umfjöllun / Þormóður Logi 

Myndir, viðtöl / Jón Björn

 

Fréttir
- Auglýsing -