Njarðvíkingar vígðu á dögunum nýja keppnishöll IceMar höllina í Innri-Njarðvík, en hún tók við sem aðal keppnishöll félagsins af fornfrægum velli þeirra í Ljónagryfjunni. Höllin var þó ekki það eina sem Njarðvíkingar tóku í gagnið nýtt merki sem samkvæmt fréttatilkynningu verður notað í nýrri ásýnd félagsins sem Anton Jónas Illugason hannaði.
Um merkið segir í tilkynningu “Ljónið í nýja merkinu tengir við íþróttahús Njarðvíkinga, Ljónagryfjuna, sem og stuðningssveitir félagsins í körfuboltanum, sem oft eru kallaðar ljónin. Merki ljónanna er byggt á gamla skjaldarmerki Njarðvíkurbæjar (Njarðvíkur Nirðinum), þar sem sjávar-kóróna prýðir topp ljónsins. Ljónið er einnig teiknað inn í form merkis félagsins til að tryggja að táknin tali vel saman.”
Hér fyrir neðan má sjá nýja merkið við hlið merkis sveitarfélagsins:
Hér má lesa meira um nýja ásýnd Njarðvíkur