spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvíkingar í öðru sætinu yfir hátíðirnar

Njarðvíkingar í öðru sætinu yfir hátíðirnar

Í kvöld áttust við Skallagrímur og Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi. Leikar enduðu með 7 stiga sigri gestana, sem eftir leikinn eru í 1.-2. sæti deildarinnar ásamt Tindastól. Skallagrímur er sem áður í fallsæti, 11. sætinu, tveimur stigum frá því að vera öruggir í deildinni.

Gangur leiks

Fyrsti leikhluti byrjaði vel fyrir Njarðvík. Leikhlutinn var mjög skemmtilegur og höfðu Njarðvíkingar yfirhöndina eftir hann, 18-24.Í öðrum leikhluta byrjaði Skallagrímur vel og minnkaði muninn niður og komust aftur inn í leikinn. Njarðvík kom þá með mikið áhlaup sem Skallagrímur náði ekki að stöðva. Skallagrímur var að spila lélega vörn og sókn á meðan Njarðvík var að spila vel. Staðan 36-52 í hálfleik fyrir Njarðvík.

Í þriðja leikhluta breytti Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms í svæðisvörn sem að Njarðvík átti í basli með. Skallagrímur komst inn í leikinn aftur og var að spila mikið betur heldur en í fyrri hálfleik. Stemningin í húsinu var svakaleg og liðið var að spila mun jákvæðari körfubolta. Staðan eftir þrjá leikhluta 57-62 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var svo mjög spennandi og skemmtilegur. Skallagrímur spilaði þá aftur mjög góða svæðisvörn, en Njarðvík hélt í forystu sína. Skallagrímur ná að minnka muninn í 1 stig þegar ein mínúta var eftir, en allt kom fyrir ekki. Njarðvík setti 2 þrista niður og kláraði leikinn, 82-89.

Hetjan

Maður leiksins var landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson, en hann var með 27 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Matej Buovac atkvæðamestur með 24 stig.

Kjarninn

Flottur seinni hálfleikur hjá Skallagrím en það dugði ekki til og eru Njarðvík komnir i góða stöðu í deildinni á meðan Skallagrímur munu vera í fallsæti um jólin.

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Guðjón Gíslason

Fréttir
- Auglýsing -