Fjórum nýjum meistarafánum var bætt á vegginn í Ljónagryfjunni og eru það meistarafánar liðs ÍKF. ÍKF varð fyrst allra til að sigra íslandsmótið í körfuknattleik árið 1952 og var sigur liðsins hinn glæsilegasti eins og Morgunblaðið orðaði það.
Liðið tók svo þrjá titla til viðbótar áður en árið 1969 að félagið varð að körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.
Heiðursgestir leiksins í kvöld voru fyrrum kappar hjá ÍKF, þeir Hilmar Hafsteinsson, Kristbjörn Albertsson, Gunnar Þorvarðason, Guðna Kjartansson, Einar Gunnarsson, Þórður Segure og Helgi Hólm.