spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvíkingar gáfu í botn í fjórða

Njarðvíkingar gáfu í botn í fjórða

Njarðvík lagði Val 96-70 í Subwaydeild karla í kvöld. Með sigrinum eru Njarðvíkingar á toppi deildarinnar ásamt Tindastól og Keflavík. Fotios Lampropoulos skilaði huggulegri tvennu hjá Njarðvík með 20 stig og 13 fráköst en Kári Jónsson var stigahæstur Valsmanna með 18 stig og 4 fráköst.

Gangur leiksins
Njarðvíkingar leiddu 17-16 eftir fyrsta leikhluta og svo 43-33 í hálfleik þar sem Ólafur Helgi Jónsson kom hrikalega sterkur inn af Njarðvíkurbekknum. Eftir þriðja leikhluta leiddu heimamenn 63-50. Eftir þéttan varnarleik fyrstu þrjá hlutana brustu flóðgáttirnar og liðin gerðu 53 stig í fjórða. Þeir Nico og Dedrick skelltu saman í þrjá þrista í röð fyrir heimamenn og breyttu stöðunni í 83-62 og þar með var björninn unninn. Lokatölur 96-70 eins og áður greinir.

Maður leiksins
Ólafur Helgi Jónsson fær okkar atkvæði að þessu sinni. Kom hrikalega sterkur inn af bekknum, 3-3 í þristum og að vanda flugbeittur á varnarendanum.

Met í ár
Njarðvíkingar settu met í deildinni til þessa með því að setja niður 18 þrista í leiknum. Tindastóll hafði þar áður sett niður 16 gegn Blikum. Nýtingin var ekki af verri endanum eða 18-34 sem gerir 52% þriggja stiga nýtingu. Það fer oft langt með leikina.

Bekkirnir
Valsmenn fengu fjögur stig af bekknum sínum í kvöld en Njarðvíkingar 22.

Næsti leikur Njarðvíkinga er á mánudag gegn Grindavík en Valsmenn mæta Vestra sem í kvöld fengu sín fyrstu stig með sigri á Þór Akureyri.

Myndasafn
Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -